Lög Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum

Lögin félagsins voru upphaflega samþykkt á stofnfundi þess þann 14. desember 1977 og síðast breytt á aðalfundi 24. október 2008:
 
1. gr.
Félagið heitir Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum.
 
2. gr.
Markmið félagsins eru að:
1. efla samskipti meðal samfélagsfræðikennara 
2. stuðla að því að kennarar taki virkan þátt í að móta kennsluna, inntak hennar og aðferðir 
3. fylgjast með þróun mála í samfélagsfræðikennslu heima og erlendis 
4. efna til ráðstefna og námskeiða 
5. leita tengsla við aðra aðila er kunna að sýna málefnum félagsins áhuga 
6. láta sig skipta menntun samfélagsfræðikennara og auka skilning skólayfirvalda á framhaldsmenntun og gildi hennar. 
 
3. gr.
Félagssvæðið er landið allt.
 
4. gr.
Félagsmenn geta orðið starfandi samfélagsfræðikennarar í framhaldsskólum.
 
5. gr.
Stjórn félagsins og endurskoðandi eru kosin á aðalfundi. Stjórnina skipa þrír menn og tveir til vara. Stjórn skiptir með sér verkum. 
 
6. gr.
Aðalfundur skal haldinn ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Á dagskrá skal vera:
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
3. Kosning stjórnar
4. Önnur mál
 
7.gr .
Stjórnin boðar til fundar, samkvæmt eigin ákvörðun eða að ósk minnst 10 félagsmanna. Alla fundi skal boða með minnst viku fyrirvara.
 
8. gr.
Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála á fundum.
 
9. gr.
Árgjöld félagsmanna eru ákveðin á aðalfundi. Aðrar tekjur félagsins eru frjáls framlög og styrkir.
 
10. gr.
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi.