Kennarinn og félagsvísindin: samskipti, áskoranir og samtal milli skólastiga
Sumarnámskeið 15. og 16. ágúst 2022
Fjölbrautarskólanum í Ármúla
Dagskrá:
Mánudagur 15. ágúst 2022
8.45 Mæting og kaffi
9.00 – 9.30 Gylfi Zoega, hagfræðingur HÍ
Áhrif styttingar framhaldsskólans á árangur í háskóla
9.30 – 12.30 Kennarinn og félagsvísindin - Samtal milli skólastiga
Kennarar úr háskólasamfélaginu gefa okkur innsýn inn í fögin út frá sjónarhorni háskólans. Hér er hugmyndin að samtal eigi sér stað milli okkar framhaldsskólakennara og háskólasamfélagsins. Kennarar frá Háskóla Ísland sem koma með erindi:
Þorgerður Einarsdóttir, kynjafræðingur HÍ – Kynjafræði
Eva H. Önnudóttir, stjórnmálafræðingur HÍ – Stjórnmálafræði
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur HÍ – Afbrotafræði
Arnar Eggert Thoroddsen, félagsfræðingur HÍ– Fjölmiðlafræði
Sigrún Ólafsdóttir, félagsfræðingur HÍ – Félagsfræði
12.30 - 13.15 Hádegishlé – léttur hádegisverður í boði félagsins
13.15 - 14.15 Samtal milli skólastiga, vinnuhópar – Júlía Björnsdóttir
14.30 - 15.30 Jákvæð samskipti, pálínuverkstæði – G. Rósa Eyvindardóttir
Þátttakendur koma með hugmyndir/reynslusögur úr eigin starfi. Verkefnið er að rekja upp þau vandamál sem kennarar hafa upplifað í samskiptum í skólastarfinu sem og þær bjargir sem þau hafa safnað í gegnum tímann.
15.30-15.45 - Kaffihlé
15.45 - 16.30 Námsefni, kynningar
Þórður Kristinsson, Björk Þorgeirsdóttir Kynjafræði
Þórður Kristinsson Mannfræði
Hrankell Tumi Kolbeinsson Félagsfræði
16.30 - 17.00 Samantekt - Hvað stóð uppúr eftir daginn
Þriðjudagur 16. ágúst 2022
13.45 mæting og kaffi
14.00 - 17.00 Kennarinn og kynjafræði - samtímaumræða
Kennarar standa oft frammi fyrir áskorunum þegar kemur að umræðuefni í kynjafræðinni (og fleiri félagsfræðifögum), þar sem mörg mál eru viðkvæm og flókið að fjalla um, en mikilvæg í umræðunni. Við skoðum þetta út frá ólíkum sjónarhornum, þ.á.m. fræðilegum, kennaranum, út frá sjónarhorni fjölmiðla og þeirra sem vinna við erfið mál er snerta kynjamisrétti. Fáum innsýn í þessi mál með erindum frá:
Þórður Kristinsson doktorsnemi og framhaldsskólakennari
„Haldið fast í tauminn þegar allt er í boði“
Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við stjórnmálafræðideild HÍ
„Kynjafræðinni er ekkert óviðkomandi“
Eygló Árnadóttir verkefnastýra fræðslu og forvarna, Stígamót
„Kynferðisofbeldi og skólinn“
Umræður
17.00 - 18.00 Samantekt
18 – sameiginlegur matur á veitingastað